Assad ræðst gegn Ríki Íslam

Bashar al-Assad
Bashar al-Assad -

Sýrlenskar hersveitir gerðu í gær loftárás á þjálfunarbúðir Ríkis Íslam í austurhluta landsins. Sautján liðsmenn hryðjuverkasamtakanna létu lífið í loftárásinni og eitt barn. Árásin er liður í aukinni sókn Bashar al-Assad, forseta landsins, gegn Ríkis Íslam í landinu.

Loftárásin var gerð á þorpið Tibni þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna halda til. Barnið sem lést var í heimsókn hjá eldri bróður sínum sem er liðsmaður í samtökunum.

Hersveitir al-Assads gera daglega árásir á Ríki Íslam en liðsmenn samtakanna hafa undanförnu reynt að taka yfir stór svæði í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert