Leið best við að hjálpa öðrum

Úr myndbandinu þar sem David Haines er afhöfðaður.
Úr myndbandinu þar sem David Haines er afhöfðaður. AFP

Breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines var fyrrverandi hermaður sem hafði eytt síðastliðnum árum í hjálparstarfi á stríðshrjáðum svæðum. Hann er nýjasta og þriðja opinbera fórnarlamb samtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams en í gær birtu þau myndband af aftöku hans. 

Haines var fjörtíu og fjögurra ára tveggja barna faðir og lýsir bróðir hans honum sem venjulegum lífsglöðum manni sem leið best í erfiðum kringumstæðum. Haines var meðlimur í konunglega flughernum og vann síðar með hjálparsamtökum á Balkanskaga, í Líbýu, S-Súdan og Sýrlandi. Hann starfaði á vegum frönsku samtakanna NGO þegar honum var rænt í mars 2013 ásamt samstarfsmanni sínum Federico Motka. Motka var látinn laus í maí sl. en ekkert fréttist hins vegar af Haines fyrr en honum var hótað í myndbandi sem samtökin létu frá sér fyrr í mánuðinum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff var afhöfðaður.

Sama um trúarbrögð eða kynþátt

Bróðir hans segir Haines hafa verið myrtan með köldu blóði. Hann sagði að hans yrði sárlega saknað og minntist góðra stunda í æsku með bróður sínum þegar þeir voru í tjaldútilegu og á ferðalögum. „Hann var góður bróður. Til staðar þegar ég þurfti á honum að halda. Ég vona að honum hafi fundist það sama um mig,“ sagði hann. Í réttu skapi gat hann miðpunktur athyglinnar og líf og fjör í kringum hann en á öðrum stundum algjör kvöl og pína að umgangast. „Hann myndi örugglega segja það sama um mig,“ sagði hann.

„Hann hjálpaði hverjum þeim sem þurfti á hjálp að halda og leit algjörlega framhjá kynþætti og trúarbrögðum,“ sagði bróðir hans.

Frétt mbl.is: Ekki múslímar heldur skrímsli

Frétt mbl.is: Ætla að ganga frá ríki íslams

Hnífurinn sem notaður var til að skera höfuðið af David …
Hnífurinn sem notaður var til að skera höfuðið af David Haines. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert