Dansandi lífvörður í fangelsi?

Lífvörðurinn dansandi.
Lífvörðurinn dansandi. Mynd/Skjáskot

Lífvörður úr lífvarðasveit Elísabetar Englandsdrottningar á yfir höfði sér fangelsisvist eftir að myndband birtist á vefnum þar sem hann stígur létt dansspor á meðan hann var á vakt við Buckingham-höllina í Lundúnum. 

Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um internetið á undanförnum mánuði og hafa nú um tvær milljónir manna séð það. Reglur lífvarðasveitarinnar segja að sé lífvörður uppvís að slíkri hegðun megi sekta hann um þúsund pund og fangelsa í allt að þrjár vikur. Nafnlaus heimildamaður úr herbúðum sveitarinnar segir að erfitt sé að spá fyrir um hver niðurstaða málsins verði, enda hafi slík atvik ekki komið upp áður, að starfsmenn dansi í vinnunni. 

„Það hefur verið rætt um 21 daga fangelsisvist. Enginn veit hver niðurstaðan verður, en umræðan hefur alla veganna leitt til þess að enginn þorir að leika þetta eftir,“ segir heimildamaðurinn við Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert