Prinsessa í tengslum við framliðna

Martha Lovísa, Noregsprinsessa, ásamt eiginmanni sínum, Ari Behn.
Martha Lovísa, Noregsprinsessa, ásamt eiginmanni sínum, Ari Behn. Mynd/AFP

Mörg spjót standa nú að Noregsprinsessunni Mörtu Lovísu eftir að hún hélt nýjasta námskeið sitt í samstarfi við miðilinn Lisu Williams. Um 250 manns mættu á námskeiðið þar sem Williams reyndi hvað hún gat að koma áhorfendum í samband við engla og framliðna. 

Miðaverð á viðburðinn var 1500 norskar krónur, eða um 30 þúsund íslenskar krónur, og hefur félag húmanista í Noregi í kjölfarið sent frá sér yfirlýsingu þar sem prinsessan er sögð nýta sér fáfræði fólks í hagnaðarskyni. „Fólk má ráða því hvað það gerir við eigin peninga en ég myndi segja að það sé hér verið að svíkja fé af fólki með því að setja svona verðmiða á hlut sem ekki er hægt að skilja að fullu. Þetta snýst ekki um að komast í tengsl við andana, heldur um fjárhagslega misnotkun,“ segir Didrik Søderlind, ráðgjafi hjá félagi húmanista í Noregi, í samtali við Dagbladet

Prinsessan hefur áður vakið mikla athygli eftir að hún sagði opinberlega frá því að hún hafi komist í samband við engla og framliðna. Margir sérfræðingar í málefnum konungfjölskyldna segir hana rýra orðspor norsku konungsfjölskyldunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert