Hermenn sendir til Líberíu

V
V AFP

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, mun í dag tilkynna að þrjú þúsund bandarískir hermenn verði sendir til Líberíu til þess að taka þátt í baráttunni við ebóluvírusinn.

Samkvæmt frétt BBC munu bandarísku hermennirnir koma að byggingu nýrra heilsugæslustöðva og þjálfa heilbrigðisstarfsmenn.

Yfir 2.400 eru látnir úr ebólu en faraldur geisar nú í Síerra Leóne, Líberíu og Gíneu. Hefur áhugaleysi og lítil viðbrögð af hálfu vestrænna ríkja hingað til verið gagnrýnt. Yfir helmingur þeirra sem hafa látist býr í Líberíu. Óttast er að tilfellum þar eigi eftir fjölga gríðarlega á næstu mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert