Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti skotárásin sér stað í fógetarétti við Hestemøllerstræde 6. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og lögreglan hefur lagt hald á morðvopnið, afsagaða haglabyssu. Ekkert bendir til þess að svo stöddu að morðinginn hafi átt sér vitorðsmenn. Ekki er heldur vitað hver ástæðan á bak við árásina er. 

Að sögn dómsforsetans, Søren Axelsen, tengist árásin fjölskyldumálum. 

Að sögn vitnis sem blaðamaður Berlingske ræddi við á staðnum segir að fimm eða sex skotum hafi verið hleypt af inni í dómshúsinu. Árásarmaðurinn hafi síðan reynt að flýja af vettvangi en var handtekinn skammt frá Ráðhústorginu.