Þrír létust og 16 sárir eftir árás í Kabúl

Frá vettvangi í Kabúl í morgun
Frá vettvangi í Kabúl í morgun AFP

Þrír hermenn fjölþjóðaherliðs Atlantshafsbandalagsins létust í sjálfsvígsárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan í morgun. Að minnsta kosti 16 almennir borgarar særðust í árásinni en um bílsprengju var að ræða.

Ekki hefur verið upplýst um þjóðerni hermannanna sem létust en talibanar bera ábyrgð á árásinni. Svo virðist sem talibani hafi ekið bifreið sinni, hlaðinni sprengiefni, inn í bílalest NATO hermanna á leiðinni út á flugvöll borgarinnar. Mikil umferð var á þessum tíma.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert