Hryðjuverkamenn létust í bardaga

Liðsmenn úr röðum Boko Haram.
Liðsmenn úr röðum Boko Haram. AFP

Einhver fjödli liðsmanna Boko Haram voru drepnir í hörðum bardaga við nígerískar hersveitir í norðaustur Nígeríu seint í gærkvöldi. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hernum sem birtist í dag. 

Eftir bardagann gerði herinn upptæk bifreiðar með vélbyssum, skotfærum og sprengjum sem voru í eigum samtakanna. 

„Á meðan bardaganum stóð yfir létust nokkrir hryðjuverkamenn og verið er að elta þá sem flúðu,“ kom fram í yfirlýsingunni. 

Bardaginn gerðist við Kunduga sem er í um 35 kílómetra fjarlægð frá Maiduguri, sem eru fyrrum höfuðstöðvar Boko Haram. 

Heimildarmaður sem vildi ekki láta nafn síns getið sagði að „margir“ hefðu verið drepnir og að hryðjuverkamennirnir hefðu misst marga liðsmenn í annað skiptið á nokkrum dögum. 

„Hersveitir okkar drápu marga liðsmenn Boko Haram og eyðilögðu margar af bifreiðum þeirra,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Íbúi í næsta þorpi staðfesti að margir hefðu látist. „Bardagavöllurinn var allur út í líkum Boko Haram liðum og brenndum bifreiðum þeirra,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert