Merkel fær friðarverðlaun

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Tekin hefur verið ákvörðun um að veita Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, friðarverðlaun Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, í ár. Verðlaunin eru veitt fyrir að ræða opinberlega um stríðsglæpi Þýskalands í síðari heimstyrjöldinni og sýna iðrun vegna þeirra. 

Fram kemur í frétt AFP að með þessu sé spjótunum óbeint beint að Japan vegna þess hvernig þarlend stjórnvöld hafa haldið á málum eftir lok styrjaldarinnar vegna stríðsglæpa Japana á árum hennar. Meðal annars á Kóreuskaganum. 

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár en þau voru stofnuð árið 1990 til minningar um sumarólympíuleikana í Seoul 1998. Verðlaunaféð er 200 þúsund dollarar. Merkel er einnig lofuð í umsögn dómnefndar fyrir það hvernig hún hafi tekið á efnahagskrísunni í Evrópusambandinu og fyrir að hafa ítrekað beðist afsökunar á helför gyðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert