Reiðubúin að skipta yfir í tannfisk

AFP

Umhverfisverndarsamtökin umdeildu Sea Shepherd tilkynntu í dag að þau væru reiðubúin að beina baráttu sinni að verndun tannfisks í stað þess að berjast gegn hvalveiðum Japana ef japönsk stjórnvöld hættu við veiðar sínar við Suðurskautslandið í ár.

Fram kemur í frétt AFP að Sea Shepherd, sem hafi barist gegn hvalveiðum Japana undanfarinn áratug, ætluðu eftir sem áður að fylgjast með hvalveiðiskipum Japana. En ef japönsk stjórnvöld stæðu við loforð sitt um að hætta að veiða hvali myndu samtökin í staðinn beina spjótum sínum að ólögmætum veiðum á tannfiski á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert