Þúsundir flýja mögulegt eldgos

Þúsundir manna hafa verið fluttar á brott af svæðinu í kringum eldfjallið Mayon á Filippseyjum en talið er að eldgos sé að hefjast í því. Fram kemur í frétt AFP að þeir sem fluttir hafi verið á brott séu einkum konur, börn og eldra fólk.

Hermenn hafa farið hús úr húsi til þess að segja íbúum að yfirgefa svæðið í kjölfar þess að stjórnvöld hækkuðu viðbúnaðarstigið vegna eldfjallsins á mánudaginn. Glóandi hraun er þegar farið að renna niður hlíðar þess. Talið er að það taki um þrjá daga að rýma allt svæðið en um 50 þúsund manns búa í nágrenni fjallsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert