Börn fengu vöðvaslakandi lyf og létust

Alls fengu 75 börn vöðvaslakandi lyf fyrir mistök. Fimmtán þeirra …
Alls fengu 75 börn vöðvaslakandi lyf fyrir mistök. Fimmtán þeirra létust, en þau yngstu voru aðeins sex mánaða gömul. Myndin er úr safni og sýnir sýrlensk börn sem hafast við í flóttamannabúðum í nágrannaríkinu Líbanon. AFP

Fimmtán börn létust þegar læknar í norðurhluta Sýrlands, sem er undir stjórn uppreisnarmanna, gáfu 75 börnum vöðvaslakandi lyf fyrir mistök í stað bóluefnis gegn mislingum. Þetta segja stjórnarandstæðingar í landinu.

Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram, að bráðabirgðarannsókn Þjóðarbandalagsins sem eru samtök sýrlenskra stjórnarandstæðinga, hafi leitt í ljós að börnin hafi fengið lyfið atracurium í stað bóluefna. 

Fram kemur að lyfin séu í samskonar pakkningum. 

Börnin sem létust á þriðjudag voru á aldrinum sex til átján mánaða og bjuggu í héruðunum Idlib og Deir al-Zour.

Foreldrar barnanna sökuðu heilbrigðisyfirvöld, sem heyra undir stjórnarandstæðinu á þessu svæði, upphaflega um að hafa ekki geymt bóluefnin á viðunandi máta. Einnig voru yfirvöld sökuð um að hafa notað úreld lyf. 

Þjóðarbandalagið segir að grunur leiki á að menn á vegum Sýrlandsstjórnar beri ábyrgð á þessum verknaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert