Búið að loka kjörstöðum í Skotlandi

Sjálfstæði, eða ekki?
Sjálfstæði, eða ekki? AFP

Nú þegar klukkan er orðin níu að íslenskum tíma hefur kjörstöðum verið lokað í Skotlandi. Tæplega 4,3 milljónir manna eru á kjörskrá og gátu kjósendur kosið á tæplega 5.600 kjörstöðum. 

Talið er að kosningaþátttakan muni slá met, en stöðugur straumur hefur verið á kjörstöðum í dag og höfðu þegar myndast raðir fyrir opnun í morgun. 

Atkvæðin eru talin í hverju bæjarfélagi, ekki byrjað að telja fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað og ekki búist við fyrstu tölum fyrr en eftir miðnætti. Tölur úr stærstu bæjarfélögunum, Glasgow, Edinborg og Aberdeen koma líklega ekki fyrr en undir morgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert