Kom í leitirnar eftir 46 ár

Bíllinn kom í leitirnar eftir 46 ár.
Bíllinn kom í leitirnar eftir 46 ár.

Hinn 82 ára Ivan Schneider hafði löngu gefið upp vonina að finna aftur bíl sinn sem stolið var fyrir 46 árum. Jagúarinn, sem var af dýrari gerðinni, kom aftur á móti í ljós í flutningaskipi á leið til Hollands í dag.

„Þetta er bara kraftaverk, kraftaverk. Ég var 36 ára þá og núna er ég 82 ára,“ sagði Schneider í samtali við fjölmiðla en hann er nú ellilífeyrisþegi.

Bíllinn er frá árinu 1967. Honum var stolið fyrir utan heimili mannsins aðfaranótt 13. mars árið 1968. Þá var hann virði um 600 þúsund íslenskra króna.  Nú, 46 árum síðar, er bíllinn sagður virði tæpra 3 milljóna íslenskra króna, þrátt fyrir nokkrar rispur og ryð.

Bíllinn kom í ljós við reglubundna skoðun í bátnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert