Þingmaður hættir í skjóli þjóðaratkvæðis

Wikipedia

Frjálslyndir demókratar tilkynntu í gær að þingmaður flokksins, Mike Hancock, léti af þingmennsku og segði skilið við flokkinn. Þingmaðurinn hafði í sumar beðist opinberlega afsökunar á óviðeigandi hegðun en hann hafði verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti við kjósanda. Afsökunarbeiðnin var hluti af sátt í málinu fyrir dómstólum.

Hancock var rekinn úr þingflokki Frjálslyndra demókrata í janúar síðastliðnum og hefur sem fyrr segir nú hætt í flokknum. Fjallað er um það í breskum fjölmiðlum að tímasetningin á tilkynningu þess efnis sé varla tilviljun heldur hafi ætlunin verið að hún félli í skuggann af fréttum tengdum þjóðaratkvæðinu sem fram fór í gær um það hvort Skotland ætti að lýsa yfir sjálfstæði frá breska konungdæminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert