„Þetta gerist ekki á einni nóttu“

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. Wikipedia

Þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna mun taka nokkra mánuði. Þetta staðfesti Hvíta húsið í dag. Bandarísk yfirvöld hyggjast þjálfa og útbúa ákveðna Sýrlendinga til þess að berjast gegn Ríki íslams. Bandaríska þingið samþykkt áætlunina í gær. 

„Við munum fara þangað eins fljótlega og hægt er, í samstarfi við þau lönd sem munu  hýsa þjálfunarbúðirnar,“ sagði Susan Rice, ráðgjafi Barack Obama Bandaríkjaforseta í dag.

„Þetta er ferli sem tekur langan tíma. Þetta gerist ekki á einni nóttu,“ sagði hún og bætti við að um ræði mikla þjálfun sem Bandaríkjunum er alvara með að gera vel.

Barack Obama hefur hins vegar heitið því að senda ekki hersveitir Bandaríkjanna til Íraks og Sýrlands til landhernaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert