Hafa játað á sig „ferðatöskumorðið“

Ferðataskan sem lík Sheilu von Wiese-Mack fannst í.
Ferðataskan sem lík Sheilu von Wiese-Mack fannst í. AFP

Bandarískur maður hefur játað að hafa drepið tengdamóður sína á lúxushóteli í Balí á Indónesíu, og hefur kærastan hans játað að hafa aðstoðað hann við að koma líkinu fyrir í ferðatösku. Þetta kemur fram á fréttaveitu CBS.

Hinn 21 árs gamli Tommy Schaefer og 19 ára gamla Heather Mack, bæði frá Chicago, voru handtekin í Balí þann 13. ágúst sl. Degi áður hafði lík hinn­ar 62 ára gömlu Sheilu von Wiese-Mack, sem er móðir ungu kon­unn­ar, fannst í ferðatösku í far­ang­urs­geymslu leigu­bíls við St Reg­is lúx­us­hót­elið. Parið hafði til­kynntu leigu­bíl­stjór­an­um að þau hygðust skrá sig út af hót­el­inu og kæmu síðan aft­ur í bíl­inn, en komu hins veg­ar aldrei til baka.

Schaefer játaði það í lögregluyfirheyrslu að hafa drepið von Wiese-Mack,“ sagði lögreglustjórinn Col. Djoko Heru Utomo við fjölmiðla. „Hann sagðist hafa verið sár og móðgaður vegna orða sem fórnarlambið hafði sagt við hann í rifrildi þeirra á milli. Það var ástæða þess að hann myrti hana.“

Hann sagði Mack hafa játað í annarri yfirheyrslu að hún hafi hjálpað Schaefer að koma líki móður sinnar fyrir í töskunni.

Í upphafi hélt parið því fram að ræn­ingj­ar hefðu myrt von Wiese-Mack og síðan flúið af vett­vangi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi mæðgurnar þó rífast í móttöku hótelsins skömmu áður og töldu rannsakendur málsins því ólíklegt að saga Schaefer og Mack væri sönn.

Enn er ekki búið að leggja fram formlegar kærur á hendur Schaefer og Mack, en Utomo sagðist vonast til þess að hægt væri að ljúka rannsókn málsins og leggja svo fram kærur með saksóknurum áður en gæsluvarðhald yfir parinu rennur út um miðjan október.

Frétt mbl.is: Ákærð fyrir „ferðatöskumorðið“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert