Tyrkneskum föngum sleppt lausum

Lögreglumaður í Írak stendur við byggingu sem sprengd var af …
Lögreglumaður í Írak stendur við byggingu sem sprengd var af meðlimum Ríki íslams. Mynd/AFP

Uppreisnarmennirnir í Ríki íslam hafa látið 49 tyrkneska ríkisborgara lausa úr haldi eftir að þeim hafði verið haldið föngnum í þrjá mánuði. Mennirnir voru teknir af uppreisnarmönnunum í árásinni á borgina Mosul í Norður-Írak í júní á þessu ári. Á meðal þeirra sem voru teknir voru starfsmenn utanríkisþjónustu Tyrklands, hermenn, börn og konur. Aðalræðismaður Tyrklands  var einnig tekinn sem gísl þegar uppreisnarmennirnir réðust á borgina. 

Samkvæmt Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, var mönnunum sleppt samkvæmt langtímaáætlun Tyrkneska yfirvalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert