Vilhjálmur prins heimsótti Möltu

Vilhjálmur Bretaprins uppskar mikil fagnaðarlæti á Möltu í dag. Á morgun eru fimmtíu ár frá því að landið hlaut sjálfstæði frá Bretum og kom prinsinn af því tilefni. Eiginkona hans, Katrín hertogaynja, átti að taka þátt en kom ekki vegna mikillar morgunógleði sem hefur angrað hana síðustu vikur.

Prinsinn gaf sér tíma til að taka í hendur á fólk sem hafði safnast saman vegna hátíðarhaldanna. Þá stillti hann sér einnig upp með fólki sem vildi taka „selfie“ með honum. Fjölmargir nýttu tækifærið og spurðu hann hvernig Katrínu liði.

Vilhjálmur verður á Möltu í tvo daga og lýkur heimsókninni á morgun.

Það voru ekki aðeins íbúar Möltu sem vilju berja hann augum í dag, heldur höfðu margir ferðamenn komið til landsins í von um að sjá Katrínu. Hún hætti við ferðina á síðustu stundu, en læknar höfðu ráðlagt henni að halda sig heima við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert