Búið að flytja lík konunnar heim

Lík kærustuparsins fundust á strönd á Koh Tao á Taílandi.
Lík kærustuparsins fundust á strönd á Koh Tao á Taílandi. AFP

Búið er að flytja lík Hönnu Witheridge heim frá Koh Tao á Taílandi. Fjölskylda hennar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, en hingað til hefur hún ekki tjáð sig um morðin. „Meginmarkmið ferðarinnar var að flytja okkar heittelskuðu Hönnu heim og fá upplýsingar um rannsóknina,“ segir í tilkynningunni.

Fjölskyldan er fegin að vera komin heim með Hönnu og mun hún fylgjast grannt með rannsókn málsins frá Bretlandi. „Fjölskylda okkar er niðurbrotin og þarf tíma til að syrgja í friði, líkt og vinir Hönnu.“

Lög­regla tel­ur hugs­an­legt að hin bresku Hannah Wit­her­idge og Dav­id Miller hafi verið myrt vegna af­brýðisemi. Leitað er að ein­hverj­um sem gæti hafa átt í kyn­ferðis­legu sam­bandi við Wit­her­idge eða Miller á síðustu dög­un­um sem þau lifðu.

Lík pars­ins fund­ust fyr­ir tæpri viku á strönd í Koh Tao. Lög­regla á Taílandi hef­ur beðið lög­reglu í Bretlandi að ræða við breska vini pars­ins til að fá upp­lýs­ing­ar um hegðun þeirra síðustu dag­ana sem þau lifðu.

Parið myrt vegna afbrýðisemi?

Fundu líf­sýni á líki kon­unn­ar

Þrír yf­ir­heyrðir í tengsl­um við morðin

Bresk­ir ferðamenn myrt­ir í Taílandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert