Dvelur á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall

Gyanendra Shah, fyrrverandi konungur Nepal.
Gyanendra Shah, fyrrverandi konungur Nepal. Wikipedia

Gyanendra Shah, fyrrverandi konungur Nepal, var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Ástands hans er sagt vera stöðugt og talið er að hægt verði að útskrifa hann á morgun.

Shah, sem er 67 ára, dvelur á sjúkrahúsi í Kathmandu. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan bygginguna til að óska honum góðs bata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert