Fimm flúðu fangelsi í Kaliforníu

Mennirnir fimm sem brutust út úr fangelsinu.
Mennirnir fimm sem brutust út úr fangelsinu. Madera County Sheriff's Office

Yfirvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum leita nú fanga sem braust út úr fangelsi í fylkinu seint á föstudagskvöld. Alls flúðu fimm menn fangelsið, en fjórir þeirra hafa nú þegar náðst.

Leitað er að 29 ára gamla Roel Soliz, en hann flúði fangelsið ásamt 33 ára gamla Juan Lopez, 26 ára gamla Jorge Lopez-Diaz, 25 ára gamla Abel Ramos og 19 ára gamla Ricardo Candejas. Mennirnir voru allir í haldi vegna mismunandi brota, til dæmis tilraunar til manndráps og vopnaðs ráns. 

Talskona lögreglustjórans í bænum Madera í Kaliforníu segir óljóst hvernig mennirnir, sem taldir eru tilheyra glæpagengi, sluppu úr fangelsinu. Yfirvöld sögðu þá vera talda vopnaða og hættulega í yfirlýsingu.

Frétt Yahoo News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert