Höfða mál gegn Úkraínu

298 manns voru um borð í vélinni en fjórir af …
298 manns voru um borð í vélinni en fjórir af þeim voru frá Þýskalandi. AFP

Ættingjar þýskra farþega farþegavélarinnar MH17, sem skotin var niður yfir Úkraínu 17. júlí sl., ætla að höfða mál gegn Úkraínu og forseta landsins vegna gáleysis þar sem loftrými landsins var ekki lokað. Þetta segir Elmar Giemulla, lögfræðingur þriggja þýskra fjölskyldna.

Hann mun leggja málið fram við Mannréttindadómstólinn í Strassburg. „Öll lönd bera ábyrg á öryggi loftrýmisins,“ segir í yfirlýsingu sem Giemulla sendi AFP-fréttaveitunni.

„Sé landrými haldið opnu fyrir umferð flugvéla frá öðrum löndum, verður að tryggja öryggi flugsins. Ef það er ómögulegt á einhverjum tímapunkti, þá þýðir það að loka þarf loftrýminu.“

Í skýrslu sem hollenskir sérfræðingar kynntu nýlega kemur fram að malasíska farþega­vél­in MH17 hafi brot­lent eft­ir að fjöl­marg­ir hlut­ir götuðu vél­ina þegar hún var á mikl­um hraða. Ekk­ert bend­ir til þess að tækni­leg­ir örðug­leik­ar hafi orðið eða áhöfn vél­ar­inn­ar hafi gert mis­tök þegar vél­in hrapaði.

298 voru um borð, áhöfn og farþegar. 193 voru Hollendingar, fjórir frá Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert