Innbrotsmaðurinn vopnaður hníf

Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Mynd/Wikipedia

Maðurinn sem stökk yfir girðinguna umhverfis Hvíta húsið í gær, áður en hann var stöðvaður við innganginn, var vopnaður hníf. Þetta kemur fram í dómskjölum eftir að maðurinn var úrskurðaður í varðhald fyrir dómstóli í Washington D.C.

Hnífsblaðið á hnífnum var um 9 cm langt. Að sögn fréttastofu ABC-news er maðurinn fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum og á hann að hafa sinnt herskyldu sinni í Írak í mörg ár. Maðurinn er að sögn bandarísku leyniþjónustunnar með hreint sakavottorð. 

Eins og áður hefur komið fram hafði Barack Obama yfirgefið Hvíta húsið stuttu áður en maðurinn braust inn á svæðið. Við lögreglu sagði innbrotsmaðurinn að hann hefði haft áhyggjur af því að andinn í samfélaginu væri ekki góður, og að hann hefði ætlað að vara forsetann við og biðja hann um að ræða við þjóðina.

Sjá frétt mbl.is: Komst langleiðina í Hvíta húsið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert