Parið myrt vegna afbrýðisemi?

Hannah Witheridge og David Miller
Hannah Witheridge og David Miller AFP

Lögregla telur hugsanlegt að breska kærustuparið Hannah Witheridge og David Miller hafi verið myrt vegna afbrýðisemi. Leitað er að einhverjum sem gæti hafa átt í kynferðislegu sambandi við Witheridge eða Miller á síðustu dögunum sem þau lifðu.

Lögregla á Taílandi leitar að þeim sem varð parinu að bana. Ekki er vitað hvort morðingjarnir eru einn eða fleiri. Lífsýni tveggja manna frá Asíu fundust á líki Witheridge en ekki er vitað hverjir mennirnir eru.

Lík parsins fundust fyrir tæpri viku á strönd í Koh Tao. Lögregla á Taílandi hefur beðið lögreglu í Bretlandi að ræða við breska vini parsins til að fá upplýsingar um hegðun þeirra síðustu dagana sem þau lifðu.

Lögregla kannar nú orðróm um að parið hafi rifist við taílenskan karlmann á bar.

Eyj­an Koh Tao er þekkt fyr­ir hvít­ar og fal­leg­ar baðstrend­ur og fag­ur­blátt haf. Mjög vin­sælt er meðal kafara að koma þangað en þrátt fyr­ir það eru ferðamenn ekki eins marg­ir þar og á nágranna­eyj­unni Koh Phang­an sem er afar vin­sæll áfangastaður bak­poka­ferðalanga sem taka full­an þátt í því næt­ur­lífi sem eyj­an hef­ur upp á að bjóða.

Fundu lífsýni á líki konunnar

Þrír yf­ir­heyrðir í tengsl­um við morðin

Bresk­ir ferðamenn myrt­ir í Taílandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert