Frönskum manni rænt í Alsír

Ríki íslam, sam­tök her­skárra íslam­ista.
Ríki íslam, sam­tök her­skárra íslam­ista. AFP

Frönskum ríkisborgara var rænt í gær þegar hann var í fríi í austurhluta Alsír. Utanríkisráðuneyti Frakklands hefur staðfest þetta samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Manninum var rænt aðeins nokkrum klukkustundum eftir að samtökin Ríki íslams hótuðu því að Frakkland og önnur lönd yrðu þeirra næsta skotmark. Þetta gáfu samtökin út eftir að Frakkar hófu loftárásir gegn þeim í Írak.

Maðurinn, sem er 55 ára gamall, var numinn á brott á Tizi Ouzou-svæðinu í Alsír í gær þegar hann var í fjallgöngu með tveimur vinum sínum. Enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á mannráninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert