Bretadrottning malaði af ánægju

Elísabet Bretadrottning gat brosað sínu breiðasta brosi að kosningu lokinni.
Elísabet Bretadrottning gat brosað sínu breiðasta brosi að kosningu lokinni. AFP

Elísabet Bretadrottning malaði af ánægju þegar David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, upplýsti hana um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi.

Sem kunnugt er höfnuðu Skotar sjálfstæði í atkvæðagreiðslunni. Um 55% kjósenda vildi vera áfram hluti af Bretlandi á meðan 45% studdu sjálfstæði. 

Cameron lét ummælin falla í samtali við Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York, en sjónvarpstökumenn Sky News tóku upp samtalið upp á meðan þeir voru að fylgja eftir Cameron og Bloomberg í Bloomberg-byggingunni í New York. 

Cameron sagði við Bloomberg að hann hefði hringt í Bretadrottningu til að láta hana vita að kosningin hefði endað vel. „Hún malaði alla leið í gegnum línuna. Ég hef aldrei heyrt neinn gleðjast jafn mikið,“ sagði breski forsætisráðherrann. 

Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að breska konungshöllin hafi neitað að tjá sig um ummæli Camerons. 

Hér má sjá Cameron og Bloomberg spjalla saman.

Cameron og Bloomberg ræddu saman í Bloomberg-byggingunni í New York …
Cameron og Bloomberg ræddu saman í Bloomberg-byggingunni í New York í dag. Tökumenn fylgdu þeim eftir og heyrðu og tóku upp það sem fór á milli þeirra. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert