„Fljót líka“ í Síerra Leóne

Fjöldi tilfella af ebólu mun verða þrefalt meiri í nóvember en nú. Þá verða tilfellin orðin 20 þúsund, að mati WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Mun þeim fjölga um þúsundir í hverri viku, verði ekki gripið til róttækra aðgerða.

„Ef við stöðvum ekki þennan faraldur mjög fljótt þá mun hann verða að hamförum,“ segir Christopher Dye, einn af höfundum skýrslu WHO sem kom út í dag.

Hann varar við því að faraldurinn gæti staðið árum saman og einangrað ríki Vestur-Afríku, þar sem hann er hvað skæðastur. Þegar hafa yfir 2.800 manns látist af völdum ebólu í Vestur-Afríku.

Í skýrslunni kemur fram að án róttækra aðgerða muni tilfellum fjölda um hundruð og jafnvel þúsundir í viku hverri. 

Líbería er í hvað hvað mestum vanda við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þar hafa þegar yfir 3.000 manns sýkst og um 1.600 látist. Ástandið á sjúkrahúsum er skelfilegt, fátt heilbrigðisstarfsfólk og alltof fá sjúkrarúm.

Yfirvöld í Síerra Leone segja „flóð líka“ í landinu en þar hafa um 600 manns látist. Yfir 1.800 manns hafa sýkst af ebólu þar í landi.

Samkvæmt spá sem WHO hefur gert er líklegt að þann 2. nóvember hafi 5.925 sýkst í Gíneu, 9.939 í Líberíu og 5.063 í Síerra Leóne. Fjöldi tilfella mun því fara yfir 20 þúsund í þessum löndum.

Miðað við stöðuna í dag er talið að um 71 af hverjum 100 sem sýkjast látist. Fari svo að tilfellunum fjölgi hraðar en áður, mun þessi tala hækka.

„Við þurfum að bregðast við núna,“ segir Dye.

Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að safna milljarði dollara til að aðstoða við útbreiðsluna á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. 

Ebóla er hættulegasta veira sem þekkist meðal mannfólks. Hún dregur fólk fljótt til dauða. Faraldurinn nú, sem hófst að því er talið er í Gíneu í desember, hefur fellt fleiri en allir aðrir faraldrar sjúkdómsins hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert