Meintir árásarmenn skotnir til bana

AFP

Talsmaður Ísraelshers segir að tveir Palestínumenn, sem eru grunaðir um að hafa tekið þátt í ráni og morði á þremur ísraelskum unglingspiltum í júní, hafi verið skotnir til bana á Vesturbakkanum í nótt.

Að sögn talsmannsins, Peter Lernersays, létust þeir í skotbardaga við ísraelska hermenn. Ránið á piltunum vakti mikla reiði og voru hundruð liðsmanna Hamas samtakanna teknir höndum af Ísraelsmönnum. Morðin á piltunum eru talin helsta kveikjan á árásunum á Gaza í sumar sem kostuðu þúsundir lífið.

Lík piltanna fundust þremur vikum eftir að þeim hafði verið rænt og var Palestínumaður handtekinn grunaður um að hafa skipulagt mannránið. Hamas samtökin lýstu á sínum tíma yfir ábyrgð á mannráninu og morðunum.

Hins vegar voru tvímenningarnir, sem voru drepnir í nótt, á flótta en talið er að þeir hafi rænt piltunum og drepið.

Samkvæmt frétt NBC sjónvarpsstöðvarinnar nafngreinir Lerner tvímenningana, Marwan Qawasmeh og Amer Abu Aisheh.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert