Fær 180 milljónir í skaðabætur

Lögreglumaðurinn slær konuna ítrekað. Skjáskot úr YouTube myndskeiðinu.
Lögreglumaðurinn slær konuna ítrekað. Skjáskot úr YouTube myndskeiðinu.

Sátt hefur náðst í máli konu sem höfðaði einkamál á hendur lögreglumanni, sem starfaði hjá umferðarlögreglunni í Kaliforníu, sem réðist hana og kýldi hana margsinnis þar sem hann sat klofvega á henni í vegarkanti. Atvikið var myndað og birt á vef YouTube. Konan mun hljóta 1,5 milljóinr dala í skaðabætur, eða sem samsvarar 180 milljónum króna.

Atvikið átti sér stað í júlí sl. og var það tekið upp og sett á myndbandavefinn YouTube. Þar sést lögreglumaður kýla Marlene Pinnock, sem er 51 árs gömul, margsinnis. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að lögmenn konunnar og lögmenn lögreglunnar hafi farið yfir málið á fundi sem stóð yfir í rúmar níu klukkustundir og lauk honum með fyrrgreindum hætti. 

Umferðarlögreglan í Kaliforníu sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að lögreglumaðurinn, sem var sendur í leyfi í kjölfar atviksins, hefði sagt upp.

Stærstur hluti fjárhæðarinnar mun renna í sérstakan sjóð vegna sérþarfa Pinnocks. Lögmaður hennar segir að Pinnock hafi farið fram á tvennt. Í fyrsta lagið að séð yrði fyrir henni og að maðurinn sem réðist á hana myndi ekki starfa áfram sem lögreglumaður. 

Lögreglan sagði í upphafi málsins, að Pinnock hefði stofnað sínu eigin lífi og lífi annarra vegfarenda með því að ganga eftir vegarkanti við fjölfarna hraðbraut vestur af Los Angeles.

Ökumaðurinn David Diaz sá atvikið og festi það filmu. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi komið þegar konan var að ganga í átt frá hraðbrautinni. Diaz segir að lögreglumaðurinn hefði tekið rangt á málunum og komið konunni í uppnám.

Lögreglumaðurinn sést snúa konuna niður. Hún streitist í fyrstu en skömmu síðar situr hann klofvega á konunni og lætur höggin dynja á henni. Óeinkennisklæddir lögreglumenn mætti fljótlega eftir þetta og aðstoðuðu lögreglumanninn við handtökuna. 

Samkvæmt dómsskjölum hlaut Pinnock ekki neina líkamlega áverka og afþakkaði hún alla læknisaðstoð. Hún var hins vegar undir eftirliti geðlækna í hálfan mánuð. 

Lögreglumaðurinn á enn yfir höfði sér fyrir að ákæruvaldið sæki hann til saka fyrir líkamsárás.

Lögreglumaður kýldi konu ítrekað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert