Jörð skalf í Alaska

Skjálftinn fannst í Anchorage sem er stærsta borg Alaska.
Skjálftinn fannst í Anchorage sem er stærsta borg Alaska. AFP

Jarðskjálfti að stærðinni 6,2 varð í Alaska í Bandaríkjunum í dag og fannst skjálftinn meðal annars í höfuðstaðnum Anchorage. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða eyðileggingu. 

Að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar hefur engin flóðbylgjuviðvörun verið gefin út. Skjálftinn varð kl. 10 að staðartíma (kl 18 að íslenskum tíma) um 128 km norðvestur af Anchorage. Hann var á um 101,7 km dýpi. 

Margir urðu skelfingu lostnir og hlupu út á götu og þá loguðu samfélagsmiðlar í kjölfar jarðhræringanna og sögðust margir á Twitter hafa fundið fyrir skjálftanum. Einn sagði: „Stór jarðskjálfti varð núna og byggingin sem ég er í hristist öll og flísar duttu á gólfið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert