„Sonur minn dó sem hetja“

Hannah Witheridge og David Miller
Hannah Witheridge og David Miller AFP

Lögreglan í Taílandi hefur boðið 13 þúsund pund eða um tvær og hálfa milljón króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku morðingja Hönnu Wit­her­idge og Dav­id Miller, ferðamanna sem banað var á eyjunni Koh Tao fyrr í mánuðinum.

Lög­regl­an í Taílandi hef­ur borið kennsl á tvo menn sem eru grunaðir í tengsl­um við morðin og leitar þeirra nú. Ann­ar maður­inn hef­ur verið yf­ir­heyrður í tengsl­um við málið, en hinn hef­ur yf­ir­gefið eyj­una þar sem morðin áttu sér stað. 

Faðir Millers, Ian Miller, hefur tjáð sig um málið, og segir líklegt að sonur hans hafi ætlað að hjálpa Wit­her­idge þegar þau voru bæði drepin. Hann sagði það í eðli sonar síns að vilja hjálpa. Faðirinn telur líklegt að morðingjarnir hafi verið að nauðga Wit­her­idge þegar sonur hans steig inn, en fram hefur komið að lögreglan telji hugsanlegt að ferðamennirnir hafi verið myrtir vegna afbrýðissemi.

„Það hefur orðið ljóst að það er mjög líklegt að David hafi stigið inn til að hjálpa stúlku sem var í vandræðum. Það væri algjörlega í hans eðli,“ sagði hann í samtali við Daily Mail. „Sonur minn dó sem hetja.“

Lík Millers og Wit­her­idge fundust þann 15. september sl. á taílensku eyjunni Koh Tao. Blóðugt garðverkfæri sem er talið morðvopnið, fannst stutt frá.

Boða handtökur fljótlega

Tveir grunaðir í tengslum við morðin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert