Átta létust í jarðskjálfta í Perú

AFP

Að minnsta kosti átta létust í jarðskjálfta sem reið yfir suðurhluta Perú í gær. Jarðskjálftinn mældist 4,9 stig og varð þorpið Misca í Andesfjöllunum verst úti. Þar hrundu 45 hús og fjögur börn og fjórir fullorðnir létust.

Í frétt BBC kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir neyðarástandi á þessum slóðum og að sögn forseta Perú, Ollanta Humala, munu stjórnvöld aðstoða þorpsbúa við uppbyggingu. Um 90% húsa í þorpinu skemmdust í skjálftanum og að sögn Humala verður þorpið endurreist á öðrum stað. 

Jarðskjálftar eru tíðir í Perú og árið 2007 létust yfir fimm hundruð manns í Ica héraði þegar jarðskjálfti upp á 7,9 stig reið yfir.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert