Fallhlífarstökkvarar létu lífið

Fallhlífarstökkvarar. Myndin er úr safni.
Fallhlífarstökkvarar. Myndin er úr safni. AFP

Tveir fallhlífarstökkvarar létu lífið er þeir hröpuðu ofan á hús í Cape Cod í Massachusetts. Mennirnir notuðust við sömu fallhlíf. Um er að ræða kennara og nemanda hans. Atvikið átti sér stað aðfararnótt sunnudags en mennirnir lentu ofan á bílskúr, skammt frá þeim stað sem þeir ætluðu upphaflega að lenda á.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að enn sé óljóst hvað fór úrskeiðis og varð til þess að mennirnir hröpuðu á bygginguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert