Mikil spenna í Hong Kong

Tugþúsundir eru samankomnar í miðborg Hong Kong.
Tugþúsundir eru samankomnar í miðborg Hong Kong. AFP

Mikil spenna er í Hong Kong þar sem tugþúsundir mótmælenda hafa lokað götum og lamað fjármálahverfi borgarinnar. Mótmælendur, sem krefjast aukins lýðræðis, hafa virt að vettugi tilmæli yfirvalda um að yfirgefa svæðið. 

Mótmælin hafa breiðst út um borgina og er nú mótmælt í verslunarhverfi og í íbúahverfi.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að óeirðalögreglan hafi dregið sig til baka í kjölfar átaka sem brutust út í nótt. Lögreglumenn beittu kylfum og skutu táragasi til að dreifa fjöldanum.

Kínversk stjórnvöld segja að önnu ríki eigi ekki að styjða ólöglega fjöldafundi. Utanríkisráðuneytið segir að erlend ríki eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum. 

Bresk stjórnvöld hafa hvatt til þess að réttur íbúa Hong Kong til að mótmæla verði virtur,.

Námsmenn og stuðningsmenn hreyfingarinnar Occupy Central, sem berst fyrir auknu lýðræði, hafa staðið bak við mótmælin í Hong Kong. Þeir eru ósáttir við þær fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda að fá að stýra því hvaða frambjóðendur megi bjóða sig fram í leiðtogkjörinu sem fram fer árið 2017. 

Meirihluti mótmælenda eru námsmenn eða stuðningsmenn Occupy Central-hreyfingarinnar.
Meirihluti mótmælenda eru námsmenn eða stuðningsmenn Occupy Central-hreyfingarinnar. AFP
Fjölmennt lið lögreglumanna stendur vaktina.
Fjölmennt lið lögreglumanna stendur vaktina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert