Öflug sprenging við flugvöllinn

Ashraf Ghani, fyrir miðri mynd, við innsetningarathöfnina í forsetahöllinni í …
Ashraf Ghani, fyrir miðri mynd, við innsetningarathöfnina í forsetahöllinni í dag. AFP

Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu særðir eftir sprengingu sem verð á vegi í átt að flugvelli í Kabúl í Afganistan í dag.

Í morgun fór fram innsetningarathöfn forseta Afganistans, Ashraf Ghani. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Kabúl. Sex mánuðir eru liðnir frá forsetakosningunum en frá því hafa miklar deilur um úrslit kosninganna og meint kosningasvindl staðið yfir.

Í frétt AFP-fréttastofunnar kemur fram að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásarmaðurinn hafi verið fótgangandi. Talíbanar segjast bera ábyrgð á árásinni en í innsetningarræðu sinni sagði Ghani að hann ætlaði að leggja áherslu á friðarviðræður við Talíbana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert