Óttuðust að Ashya fengi fleiri æxli

Ashya King er fimm ára gamall og dvelur á sjúkrahúsi …
Ashya King er fimm ára gamall og dvelur á sjúkrahúsi í Prag í Tékklandi. AFP

Foreldrar Ashya, fimm ára drengs með heilaæxli, segja drenginn þegar hafa sýnt batamerki en hann dvelur nú á sjúkrahúsi í Prag í Tékklandi þar sem hann gengst undir meðferð.

Fjölskyldan vakti athygli fjölmiðla fyrr í þessum mánuði þegar foreldrar hans ákváðu að yfirgefa sjúkrahús í Bretlandi þar sem drengurinn dvaldi, gegn læknisráði og fara til Spánar.

Brett og Naghmeh King, foreldrar Ashya, hafa nú skýrt nánar af hverju þau gripu til þessa ráðs sem varð til þess að þau sátu í gæsluvarðhaldi á Spáni í nokkra daga. Í viðtali við Daily Mail segja þau að læknir hefði varað þau við því að drengurinn gæti orðið fatlaður allt sitt líf, færi hann í meðferðina sem honum bauðst í Bretlandi.

Sagði læknirinn að drengurinn gæti fengið fleiri æxli, heyrnin gæti versnað og þá myndi hann ef til vill stækka hægar en önnur börn.

Meðferðin hófst þann 15. sept­em­ber og stendur yfir í sex vik­ur. Gangi meðferðin vel, telja lækn­ar um 70% lík­ur á því að dreng­ur­inn nái bata. Hún kost­ar um 10 millj­ón­ir króna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert