Byssumaður yfirbugaður í Washington

Sendiráðið er skammt frá Hvíta húsinu
Sendiráðið er skammt frá Hvíta húsinu AFP

Maður var handtekinn fyrir utan sendiráð Eþíópíu í Washington í gærkvöldi af liðsmönnum leyniþjónustu Bandaríkjanna en hann hafði skotið úr skammbyssu á lóð sendiráðsins.

Sjónvarpsstöðin ESAT sýndi í gærkvöldi myndskeið sem sýndi manninn inni á lóðinni með skammbyssu í hendi. Óp og öskur heyrast og fólk reynir að afvopna hann er skot hleypur úr byssunni. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla særðist enginn.

Um er að ræða starfsmann sendiráðsins og því óvíst hvert framhaldið verður vegna friðhelgi sem hann nýtur.

Frétt NBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert