Cantlie enn á lífi

John Cantlie
John Cantlie AFP

Breski blaðamaðurinn John Cantlie virðist enn vera á lífi. Samtökin Ríki íslam hafa birt þriðja myndskeiðið með honum en hann er í haldi þeirra. Í myndskeiðinu les Cantlie upp texta sem er beint gegn ræðu Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, hinn 11. september. 

Myndskeiðið er mjög svipað fyrri myndskeiðum sem samtökin hafa sent frá sér með blaðamanninum. Engin merki eru um ofbeldi en í fyrsta myndskeiðinu af þremur tekur Cantlie það fram að hann sé í lífshættu. Í lok nýja myndskeiðsins tekur hann það fram að von sé á fleiri myndskeiðum.

Cantlie hefur tvívegis verið rænt í Sýrlandi, fyrst í júlí 2012 þegar hann var í haldi í viku. Nú hefur hann verið í haldi síðan í lok 2012.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert