Ekki leitað á eldfjallinu í dag

Of hættulegt þykir að leita á eldfjallinu í dag.
Of hættulegt þykir að leita á eldfjallinu í dag. AFP

Hlé verður gert á björgunaraðgerðum á eldfjallinu Ontake í Japan í dag af ótta við annað eldgos. Talið er að 24 lík séu enn á fjallinu en um 250 manns voru á fjallinu þegar gos hófst á laugardaginn. Þyrlur, slökkviliðs- og hermenn ásamt lögreglu bíða því á jörðu niðri.

Björgunarfólk lagði af stað í morgun í von um að ná í líkin en talið er að 36 hafi látið lífið. Onta­ke er um um 200 km vest­ur af Tókýó. Fjallið er um 3.000 metra hátt og að jafnaði er fjöldi ferðamanna í fjall­inu.

Þetta er mesta mann­tjón í eld­gosi í Jap­an síðan 43 fór­ust þegar eld­fjallið Unzen gaus árið 1991.

Frétt mbl.is: „Við gátum ekki andað“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert