Hundruð rússneskra hermanna í Úkraínu

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

Hundruð rússneskra hermanna eru enn í Úkraínu þrátt fyrir að fjöldi þarlendra hermanna hafi verið kallaðir heim síðan stjórnvöld í Kænugarði og aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins sömdu um vopnahlé fyrr í þessum mánuði.

Þetta fullyrti talsmaður NATO, Jay Janzen, við fjölmiðla í dag samkvæmt frétt AFP. Þar á meðal væru rússneskir sérsveitarmenn. Hann sagði að ekki væri vitað til þess að fækkað hafi í herliði Rússa í Úkraínu síðastliðna viku. Þá væru enn 20 þúsund rússneskir hermenn til taks við landsmærin að Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert