Kláraði matinn sinn eftir árásina

Mynd úr safni
Mynd úr safni Jim Smart

Japanskur maður á yfir höfði sér ákæru fyrir morð eftir að hafa gengið í skrokk á öðrum manni er þeir bitust um sæti á núðlustað. Eftir að hafa sparkað ítrekað í manninn settist árásarmaðurinn niður og borðaði mat sinn og sinnti ekki um deyjandi manninn.

Samkvæmt fréttum japanskra fjölmiðla er Shinichiro Imanishi, 37 ára, í haldi lögreglu í tengslum við dauða 49 ára gamals manns, Hisao Kitajima, sem Imanishi á að hafa hent í gólfið og stappað ítrekað á eftir að Kitajima tók stól sem Imanishi hvíldi fætur sína á. Kitajima lést af völdum sára sinna tveimur dögum síðar.

Imanishi, sem er 120 kg að þyngd, gerði ekkert til þess að hjálpa fórnarlambinu eftir árásina í Tókýó heldur pantaði aðra skál af núðlum. 

Imanishi á að hafa sagt við félaga sína að það væri eins gott að klára matinn sinn því hann væri hvort sem er á leið í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert