Missa foreldri og eru sniðgengin

Börnin eru sniðgengin þar sem ebólan varð foreldrum þeirra að …
Börnin eru sniðgengin þar sem ebólan varð foreldrum þeirra að falli. AFP

Að minnsta kosti 3.700 börn, sem misst hafa annað eða báða foreldra sína af völdum ebólu í Gíneu, Líberíu og í Síerra Leóne, eru sniðgengin að mati Sameinuðu þjóðanna. Brýn þörf er á því að hugsað sé um börnin.

Neyð barnanna kemur í ljós þegar þau sitja ein eftir á sjúkrahúsum eða heima við þegar foreldri eða foreldrar þeirra eru látnir. Stundum, ef þau eru heppin, gefa nágrannar þeirra þeim að borða.

Flestir forðast þó að eiga samskipti við þau, þau gætu verið smituð. Ebólan grandaði foreldrum þeirra og reynir fólk sitt besta til að smitast ekki af veirunni. 

Frétt breska ríkisútvarpsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert