Tísti um „verstu manneskju í heimi“

Ryan Case var nóg boðið í fluginu.
Ryan Case var nóg boðið í fluginu. Ljósmynd/Twitter

Flestir þekkja það að sitja nálægt einhverjum pirrandi farþega í flugi. Sjónvarpsframleiðandinn Ryan Case tók pirringinn út í 64 færslum á Twitter þar sem hún sagði sessunautinn „verstu manneskju heims.“

Ryan Case er einn framleiðanda sjónvarpsþáttanna Modern Family. Hún var að fljúga frá New York til Los Angeles og í sömu vél var drukkin kona sem lét öllum illum látum og þurfti lögreglan að lokum að hafa afskipti af henni.

Case hóf Twitterfærslur sínar á því að segjast vera í flugi með „verstu manneskju heims“ og rökstuddi það svo í 63 færslum til viðbótar. „Ég er að tísta um þetta svo að þið getið safnað peningum fyrir verjendum í morðmáli mínu þegar þar að kemur,“ skrifaði Case m.a.

Í fyrstu er konan aðeins að trufla aðra farþega með háværu tali. Þegar flugfreyjan skiptir sér svo af henni verður hún reið og dónaleg. Þá áreitti hún karlkyns sessunaut sinn ítrekað.

Er vélin lenti í Los Angeles biðu fjórir lögreglumenn konunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert