Laun á opinberum markaði 17% lægri

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mikill munur er enn á grunnlaunum félaga í SFR og VR, þar sem meðalgrunnlaun SFR félaga er rúmar 336 þúsund en meðal grunnlaun VR eru rúmlega 507 þúsund eða rétt tæplega 200 þúsund. Þetta kemur fram í könnun sem birt er á vef SFR.

Þegar heildarlaunin eru skoðuð er munurinn hins vegar hundrað þúsund krónum minni, eða 471 þúsund hjá SFR á móti 575 þúsund hjá VR. Þessi mikli munur á grunnlaunum og heildarlaunum skýrist á afar mismunandi samsetningu launa, segir í frétt SFR um málið. Það er ekkert launungarmál að grunnlaunum opinberra starfsmanna er haldið niðri og þeim bætt lágu launin að hluta til með aukagreiðslum, s.s. óunninni  yfirvinnu, eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þrátt fyrir þetta stendur eftir að launamunur á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði er 17%.

Nánar um niðurstöður launakönnunar SFR og samanburð milli félaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert