80 rannsakaðir vegna ebólu

Heilbrigðisstarfsmaður undirbýr sig fyrir að hlúa að ebólusmituðum manni.
Heilbrigðisstarfsmaður undirbýr sig fyrir að hlúa að ebólusmituðum manni. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Texas rannsaka nú um 80 manns með tilliti til ebólusmits. Um 12-18 manns áttu bein samskipti við mann sem greinst hefur með sjúkdóminn í Bandaríkjunum, þar af fimm börn.

Thomas Eric Duncan er fyrsti sjúklingurinn sem greinist með ebólu í Bandaríkjunum. Hann liggur alvarlega veikkur á sjúkrahúsi.

Heilbrigðisyfirvöld hafa nú ákveðið að rannsaka alla þá sem áttu í samskiptum við manninn og þá sem það fólk átti svo aftur í samskiptum við, alls um áttatíu manns.

Fjórum ættingjum Duncan hefur verið fyrirskipað að halda sig heima og taka ekki á móti gestum til 19. október.

Í frétt BBC segir að heilbrigðisyfirvöld í Texas ætli sér að rannsaka ítarlega hvort að fleiri séu sýktir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert