Biðja ljósmyndara að hætta áreitinu

Hertogaynjan og hertoginn af Cambridge ásamt syni sínum, George, í …
Hertogaynjan og hertoginn af Cambridge ásamt syni sínum, George, í ferðalagi í Ástralíu í apríl sl. AFP

Lögfræðingar hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge hafa beðið ljósmyndara um að hætta að áreita George prins og barnfóstru hans.

Í tilkynningu frá Kensington höll kemur fram að þau hafi neyðst til þess að grípa til aðgerða eftir að maður var gripinn í návígi við prinsinn, sem er 14 mánaða gamall, í garði í Lundúnum.

Ekkert foreldri gæti umborið það að barn þeirra og barnfóstra yrðu fyrir áreiti, segir í yfirlýsingunni en tekið fram að ljósmyndarinn verði ekki lögsóttur að svo stöddu.

Nicholas Witchell, sem sér um skrif af bresku konungsfjölskyldunni hjá BBC, segir að konungsfjölskyldan líti á það sem svo að ljósmyndarinn hafi áreitt fjölskylduna. BBC segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem viðkomandi ljósmyndari áreitir fjölskylduna og hann hafi fengið ítrekaðar viðvaranir vegna þessa.

Hertoginn og hertogaynjan segja í yfirlýsingu skilja vel áhuga almennings á George prins sem muni í framtíðinni erfa krúnuna en á meðan hann er svona lítill þá verði hann að fá næði til þess að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er.

Mæðgin
Mæðgin AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert