Fékk nýja þrívíddarprentaða hönd

Skjáskot af Bbc.co.uk

Fimm ára skosk stúlka, Heyley Fraser, hefur fengið nýja þrívíddarprentaða hönd en þegar hún fæddist vantaði framan á fingur hennar á vinstri hönd. Foreldrar hennar ákváðu að kanna með aðstoð internetsins hvað væri hægt að gera í stöðunni eftir að þeim var sagt að hún gæti ekki fengið gervihönd og læknir mætli með skurðaðgerð sem fæli í sér að tá yrði tekin af öðrum fæti hennar og græddur á höndina í stað fingurs. 

Haft er eftir föður Hayley, David, að þau hafi ekki viljað að hún gengi í gegnum svo flókna skurðaðgerð en þá hafi hún aðeins verið þriggja ára. Nýja höndin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Enable og er stýrt með úlnliðinum. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að Heyley hafi hjálpað til við þróun handarinnar sem kosti aðeins 50 pund eða sem samsvarar tæplega 10 þúsund krónum.

Móðir Heyley, Zania, segir að upphaflega hafi hugmyndin einkum verið sú að gera henni betur mögulegt að halda jafnvægi á reiðhjólinu sínu og hlaupahjóli. Áður en hún hafi fengið nýju höndina hafi hún reynt að fela höndina sína en vonir standi til þess að nýja höndin muni meðal annars hjálpa til við að auka sjálfstraust hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert