Þingmaður skotinn til bana í Venesúela

Þingmaður stjórnarflokksins í Venesúela var skotinn til bana ásamt unnustu sinni á heimili þeirra í höfuðborg landsins, Caracas, gær.

Robert Serra, 27 ára og unnusta hans, Maria Herrera, fundust látin á heimili sínu í gærkvöldi en lík hennar fannst á jarðhæð hússins en hans á efri hæð hússins. Serra var þingmaður Sósíalistaflokksins og þekktur fyrir ástríðufullar ræður sínar á þingi, samkvæmt frétt BBC.

Ekki er vitað hvers vegna þau voru myrt en Venesúela nýtur þess vafasama heiðurs að vera í öðru sæti listans yfir þau lönd þar sem morð eru tíðust. Hondúras er í fyrsta sæti listans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert