Ungbarn blint eftir byssukúlu

Skotið kom frá rifli veiðimanna sem voru við veiðar í …
Skotið kom frá rifli veiðimanna sem voru við veiðar í nágrenni við húsið. Skapti Hallgrímsson

Ungbarn er blint á öðru auga eftir að byssukúla hæfði það í augað. Barnið var í fangi föður síns á heimili sínu í Pensilvaníu, Bandaríkjunum, þegar byssukúla kom fljúgandi inn um glugga hússins í höfuð fimm daga gamla Shayne Iverson.

Lögreglan segir byssukúluna hafa komið úr rifli veiðimanna sem voru við veiðar í nágrenni við húsið. Veiðimennirnir höfðu leyfi til þess að veiða á svæðinu og er atvikið rannsakað sem slys.

Drengurinn er nú á spítala og er ástand hans tvísýnt.

Beth Sinclair, frænka hins unga Shayne, telur að augað hafi bjargað lífi hans. „Hann verður blindur en augað bjargaði í raun lífi hans vegna þess að byssukúlan náði ekki til heilans.“

Þá sagði hún einnig að foreldrar drengsins tækju þessu hörmulega slysi með ró og bæru ekki kala til veiðimannsins sem skaut barnið þeirra.

Frétt Mirror

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert